laugardagur, maí 28, 2005

6:42 e.h.

Akkuru??

Ekki mikið að segja frá. Get samt að ég hati gamlar ríkar konur sem halda að lífið gangi í kringum þær. Föking frekja og yfirgangur.
Keyrði bíl sem var með styrið hægra megin það fyndið og skrítið. Vissuð þið að hafa stýrið vinstra megin væri í minni hluta bara útaf því bretar áttu margar nýlendur. (Indland, Ástralía, suður afríka og fl.
Hálsinn festist þannig að eg gat ekki hreyft hann útaf pain í 2 daga. Virkilega vont!
Er kannski að skipta um vinnu kemur í ljós á næstu dögum.
Svo síðast og ekki síst þá er ég andlega í rúst. Er ekki sáttur við þessa stöðu sem ég er í. Vildi að þetta væri ekki svona erfitt.
Satanía er að flýja land eins og allar aðrar Cosmso stelpur. Sakna þeirra og verð bara í staðinn að skreppa til danmörku í sumar og heimsækja þær.
Er Eva og Eyrún á lífi?
Akkuru bila allir bílar svona mikið sem ég á??
Akkuru flýja allar stelpur til útlanda sem ég þekki?
Er hamingja ekki OFmetin?

|

::::::::::[palli]::::::::

miðvikudagur, maí 18, 2005

1:38 e.h.

Fótboltafíkn og Kuldi.

Ég er alltaf að komast meirra og meirra að hversu mikla þörf eða fíkn til að sjá fótbolta. Skiptir litlu hvort það sé kvenna eða karla. Þó ég hugsa að það sé ekki alveg að sömu ástæðum. Jú að mestu leiti er það að sömu ástæðu. Ég elska fótbolta!!!!
Veit að ég hef aðallega séð leiki með keflavíkurstelpum en ég hef alveg séð aðra kvennaleiki. hins vegar í karla þá hef ég séð SVO marga leiki með SVO mörgum liðum.
Liverpool, Inter, Real, Stuttgart,Rangers,PsV, ÍBV og síðast og ekki síðst Njarðvík. Þetta eru þau lið sem ég held aðallega í fótbolta.
Fór í gær að hugsa um hversu mikla fíkn ég væri með. Þegar ég var að horfa á Keflavíkurstelpur vinna FH í frekar leiðinlegum leik. Hugsa að þessi lið verði í botnbaráttunni í sumar. Hvorugt liðið sýndi neitt í þessum leik.

Það er verið að setja ofna í blokkina okkar. Til þess þá þurfa þeir að bora í gengnum veggi og gólf. Hvað haldiði þeim tókst að bora í hitalög og eftir það er búið að vera skítakuldi í íbúðinni okkar. Focking kuldi!! Það er svo kalt á næturnar að mar sefur í fórsturstellingunni allan tíman svo manni verði ekki kalt. Það er svo kalt að geirvörtunar myndi ekki koma í ljós því þær myndi detta af útaf kulda.

|

::::::::::[palli]::::::::

þriðjudagur, maí 10, 2005

12:48 e.h.

Hr. Óheppni

Jamm Palli strikes again. Í morgun tókst mér að keyra yfir eina steininn á miklubrautinni og eyðileggja felgu hjá mér. Vá hvað eg er glaður þessa stundina. Það hlaut að koma að þessu. Ég var að eignast smá pening. Orlofið var að koma. Það er nú ekki helgi annars myndi ég drekkja sorgum mínum i bjór. Ætti bara gefa skít í allt og alla og fara í ferðina sem ég var að skoða á netinu. rvk-lon-milan-paris-madrid-lon-rvk. Nota allt sumar fríið mitt í þessa ferð. Frá 1júní - 29 júni. Uss!! þetta væri draumaferð.

|

::::::::::[palli]::::::::

sunnudagur, maí 08, 2005

4:25 e.h.

Ótrúlegt en satt

Ég skil ekki stelpur!! já það er ekkert nýtt en það er flokkur sem engin skilur ekki einu sinni stelpur sjálfar. Ég lennti í einu um helgina sem fær mig til að skilja þær en minna en ég gerði áður. Eins og ég sagði þá fór ég á djammið á föstudaginn. Á því hitti ég stelpu. Sem gaf mér lookið. Kvöldið var á enda komið og eitt endaði með öðru og þannig við kysstumst inna á staðnum. Ekkert merkilegt við það en eftir sma tíma spurði hún mig hvort ég ætlaði ekki að spurja hana um símanúmerið. Þá sagði ég "nei". Er en að hugsa akkuru ég sagði þetta. Ekki beint rétta leiðin til að plata hana heim með mér. Allir við borðið þögnuðu og horfðu á mig og þetta var eitt það vandræðalegasta sem ég hef lent í. Það sem ég skil ekki við þessa sögu. Hvað fær stelpu til að fara heim með gaur sem hún þekkir ekkert og vildi ekki fá númerið sér. Eitthver kona með viti hefði labbað burt. NEi ekki þessi. Æji kannski næ ég ekki að koma boðskap sögurnar nógu vel frá mér en málið við hana er samt að ég sagði "NEI" what the fuck is rong with me

|

::::::::::[palli]::::::::

laugardagur, maí 07, 2005

4:17 e.h.

Helgi!!

Já það er helgi. Veii!!!! Eru helgar ekki góður tími. Sjáum hvað mér tókst að gera um þessa. Á föstudeginum tók ég til eftir vinnu, svo um kvöldið datt ég í það.Fékk 2 geirfugla í heimsókn. Helvíti gott kveld. Á laugardaginn svaf ég til 3 og svo var ég á nærbuxunum upp í sófa og gerði ekkert annað en að horfa á berserk. (teiknimyndasería svona fyrir ykkur þarna úti sem vissuð ekki hvað það væri) Þetta er svo mikill sóun á frídegi. Að ég er fúll núna yfir að nota frídag í svona rugl. Loksins þegar ég á frí. Gleymdi að skreppa í garðabæinn til að horfa 22 stelpur hlaupandi eftir bolta. Það hefði verið betri leið til að eyða tíma. Hverjum finnst ekki gaman að horfa stelpur. HA!! Uss þá er eitthvað að þeim manni.
Klukkan er að verða 12 og ég er búinn að busta tennurnar og er á leið upp i rúm. Hef ekkert annað skemmtilegra að gera en að fara sofa og enda þennan dag á sömu nótum og hann hófst. Þetta er samt allt ykkur að kenna og þá er ég að tala um fólk sem er í prófum. Þið lamið allt líf í rvk með því að vera í prófum og allir á sama tíma. Comon deilið þessu niður, það eru nú 12 mánuðir í ári.
Góða nótt

|

::::::::::[palli]::::::::

þriðjudagur, maí 03, 2005

2:49 e.h.

LIVERPOOL!!

Já var að horfa á leikinn. Þetta voru góð úrslit. Uss minn er kátur!! Þá er bara að vinna AC 25 maí. Er svo glaður!! uss.....
Þarf að senda Email á ensku til Chads. Vandamálið að ég er svo lélegur í ensku að það tekur því varla þar sem hann myndi varla skilja mig. Verða að hugsa aðeins lengur um þetta. Ekki eins og það er búið að vera of langt síðan ég kom heim.
Er að fara í skóla í haust!! Kvöldskóla og læra véliðnfræði. Vandamálið er að ég er að hugsa að fara í iðnskólan og læra smiðinn á sama tíma. Veit samt ekki hvort ég geti það því ég kann ekki að vera blankur.
Er í smá vandamá,i sem er svo sem ekkert nýtt. Málið er í þetta skipti eru það 2 lið sem vilja að hafa mig með sér í sumar. Hef 1 viku til að velja og það er æfing í kveld hja öðru en ég kemst ekki því ég er meiddur. Helvítis FC keppnis! Eins gott að ég seti 1 inn á móti þeim og náði að jafna leikinn á síðustu mín. Bara til að hefna mín.
Á von á góðri útborgun á föstudaginn og ég ætla að taka mér frí á laugardaginn og er ég að hugsa um að eyða smá í sjálfan mig og versla eitthver föt á kappan. Samt annað vandamál ég kann það ekki.

|

::::::::::[palli]::::::::

bloggarar

::: Addi slökkvuliðsbangsi
::: Jói Btbangsi
::: Cosmobangsar

nýleg gullkorn

hæhæ :::
Dem it Gutti:) :::
Euro crap :::
Fucking rugl er þetta!!!! :::
Sorg!! :::
Sorg!!!! :::
ég sit hérna heima hjá mér og klukkan er hálf 12. ... :::
já þeir sem vilja hitta hana verða bara að koma í ... :::
ótrúlegt en satt þá hefur eitthvað gerst í mínu lí... :::
smá blogg. veit samt ekki akkuru mar er að þessu þ... :::

gömul gullkorn

nóvember 2004 :::
janúar 2005 :::
febrúar 2005 :::
mars 2005 :::
apríl 2005 :::
maí 2005 :::
júní 2005 :::
júlí 2005 :::
ágúst 2005 :::
september 2005 :::
október 2005 :::
nóvember 2005 :::
desember 2005 :::
janúar 2006 :::
febrúar 2006 :::
mars 2006 :::
apríl 2006 :::
maí 2006 :::
júní 2006 :::
júlí 2006 :::
ágúst 2006 :::
september 2006 :::
október 2006 :::
desember 2006 :::
janúar 2007 :::
febrúar 2007 :::
mars 2007 :::
apríl 2007 :::
maí 2007 :::
maí 2008 :::
júní 2008 :::
ágúst 2008 :::

p

á

l

m

a

r

[ o-f ]

p

á

l

m

a

r

i

s

t

a

n

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com